Alfred Marshall (1842-1924)
Yüklə 6.3 Kb.
tarix25.04.2016
ölçüsü6.3 Kb.
Alfred Marshall (1842-1924)

Marshall fæddist í London og voru foreldrar hans millistéttarfólk. Þau ætluðust til þess að hann gerðist prestur en Marshall streyttist gegn því og hélt til Cambridge til þess að leggja stund á stærðfræðinám og útskrifaðist hann þaðan árið 1865 með láði.

Hann starfaði við skólann í ein 12 ár eða allt þar til hann giftist fyrrum nemanda sínum, Mary Paley, en þau áttu síðan eftir að starfa nokkuð saman. Í breskum skólum á þessum tíma máttu kennarar ekki giftast og þurfti Marshall því að gefa kennsluna upp á bátinn allt þar til að þessi siður var afnuminn. 1885 tók Marshall við prófessors­stöðu í Cambridge og gegndi henni allt þar til ársins 1908. Sá sem tók við stöðu Marshalls var einn besti nemandi hans, Pigou.

Þrátt fyrir að Marshall væri feikigóður stærðfræðingur þá var stærðfræðin ekki nema hjálpartæki hagfræðingsins að hans mati. Hann útskýrði flestar kenningar sínar með hjálp stærðfræðinnar en þó ekki nema í neðanmálsgreinum og viðaukum. Ástæðan var sú að hans sögn að hann vildi að fólk í viðskiptalífinu gæti skilið kenningar sínar.

Marshall var hógvær maður og taldi að hann væri eingöngu að útfæra kenningar sem hagfræðingar fyrri tíðar hefðu lagt grunn að. Honum hafa hins vegar verið eignaðar margar nýjungar innan hagfræðinnnar, þar á meðal að verð sé alltaf ákvarðað af framboði og eftirspurn, að munur sé á markaði til lengri og skemmri tíma, mikilvægi eftirspurnarferla, verðteygni eftir­spurnar, kenningin um neytenda- og framleiðenda­ábata og margt, margt fleira.

Marshall var 48 ára þegar hann gaf út merkustu bók sína og eina merkustu bók sem skrifuð hefur verið um hagfræði, Principles of Economics, árið 1890. Sú bók hélt nafni Marshalls hæst á lofti allra hagfræðinga Bretlands allt fram á fjórða áratug þessarar aldar. Hvorki fyrir né eftir útgáfu þessarar bókar gaf Marshall út rit sem merkileg þykja í dag. Enda hafði hann lagt gríðarmikla vinnu í gerð bókarinnar.

Marshall trúði statt og stöðugt á mikilvægi einkaréttarins og kosti markaðshagkerfis en því er hins vegar ekki að leyna að hann hafði samúð með verkalýðsfélögum og jafnvel sósíalisma að margra mati.

Eitt það mikilvægasta sem aðgreindi Marshall frá hagfræðingum hans tíðar og undangenginna ára var viðhorf hans til tækniframfara og annarra þátta sem áður voru taldir vera fastar óhagganlegar stærðir. Hann taldi að fæðuframboð, fólksfjölgun og tækniþróun væru þættir sem tækju breytingum með tíð og tíma.
Ritstjórn Hjálmars 1998-1999


Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©www.azrefs.org 2016
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə